Agnes Tanja Þorsteinsdóttir 07.06.1990-

<p>Agnes Tanja hóf tónlistarnám við Tónlistarskóla Garðabæjar árið 2000 fyrst á píanó og árið 2003 einnig söngnám hjá Guðrúnu Jóhönnu Jónsdóttur. Hún lauk framhaldsprófi í báðum fögum árið 2009. Agnes stundaði nám hjá Doz. Angelicu Vogel í Þýskalandi 2009. Þá hefur hún sótt tíma hjá Prof. Dunja Vejzovic í Stuttgart og hjá þeim Anton Steingruber og David Bartleet sem Íslendingum eru að góðu kunnir. Hún hefur tekið þátt í Masterclass hjá Kiri Te Kanawa, Prof. Dunja Vejzovic og Gunnari Guðbjörnssyni. Frá 2011 hefur Agnes verið nemandi við Universitact für Musik und darstellende Kunst Wien, fyrstu árin hjá Prof. Anton Scharinger og nú hjá Prof Regine Köbler. Agnes hefur komið fram á ýmsum tónleikum, söng Stabat Mater eftir Pergelesi í Vídalínskirkju og á Hólum í Hjaltadal, tekið þátt í tveimur uppfærslum á Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart, þar í hlutverki Marcelíinu og Cherubino í Schönbrunn í Vínarborg. Einnig hefur hún sungið hlutverk nágrannans í rússnesku óperuuni Mavra eftir Igor Stravinsky.</p> <p>Agnes hlaut styrk og viðurkenningu frá Lista- og menningarráði Kópavogs sem framúrskarandi listnemi Kópavogs 2010 og hélt af því tilefni fjölda tónleika fyrir eldri borgara í Kópavogi.</p> <p align="right">Úr tónleikaskrá Agnesar Tönju og Agnesar Löve í Norrænahúsinu 15. febrúar 2014.</p>

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Söngkona
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 19.02.2014