Friðrik Jónsson 20.09.1915-02.11.1997

Friðrik stundaði nám í tvö ár við Héraðsskólann á Laugum. Ungur að árum lærði hann orgelleik í foreldrahúsum hjá föður sínum og á unglingsárum fór hann tvivegis til Reykjavikur og var við nám hjá Páli ísólfssyni. Friðrik var kirkjuorganisti samfleytt í 48 ár, lengst af við sex kirkjur í Þingeyjarprófastdæmi. Fyrst við Þverárkirkju i Laxárdal frá 1947 og síðar bættust við organistastörf við Neskirkju, Grenjaðarstaðarkirkju, Einarsstaðakirkju, Ljósavatnskirkju og Lundarbrekkukirkju. Friðrik var einnig um skeið organisti við Húsavíkurkirkju og Þóroddsstaðarkirkju. Hann lét af störfum sem kirkjuorganisti er hann varð áttræður haustið 1995.

Friðrik var söngkennari við héraðsskólann og húsmæðraskólann á Laugum og við barnaskóla í Reykjadal og Aðaldal.

Friðrik spilaði á harmoníku frá unga aldri og var um margra áratuga skeið eftirsóttur harmoníkuleikari á dansleikjum víða á Norðausturlandi. Var hann gerður að heiðursfélaga í Harmoníkufélagi Þingeyinga fyrir nokkrum árum. Á tónlistarferli sínum samdi Fríðrik fjölmörg lög fyrir einsöngvara, kóra og hljómsveitir.

Minningar. Morgunblaðið 8. nóvember 1997, bls. 42-43.

Staðir

Þverárkirkja Organisti 1947-1995
Neskirkja Organisti -1995
Grenjaðarstaðakirkja Organisti -1995
Einarsstaðakirkja Organisti -1995
Ljósavatnskirkja Organisti -1995
Lundarbrekkukirkja Organisti -1995
Húsavíkurkirkja Organisti -
Þóroddsstaðakirkja Organisti -

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

10 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
02.08.1969 SÁM 85/168 EF Hermann kemur ríðandi; spjall um kvæðið og lagið Friðrik Jónsson 20136
02.08.1969 SÁM 85/169 EF Skýring á orðtækinu þar stendur hnífurinn í kúnni og sagt frá þeirri trú að ef menn þurftu að fara f Friðrik Jónsson og Emilía Friðriksdóttir 20137
02.08.1969 SÁM 85/169 EF Ef sláturfé jarmaði þegar búið var að leggja það niður, átti að sleppa því; frásögn um það Friðrik Jónsson og Emilía Friðriksdóttir 20138
02.08.1969 SÁM 85/169 EF Um það hvernig ganga skal frá hrífu og ljá Friðrik Jónsson og Emilía Friðriksdóttir 20140
02.08.1969 SÁM 85/169 EF Hvernig marka má reiðhest af því hvernig faxið liggur Friðrik Jónsson 20141
02.08.1969 SÁM 85/169 EF Hvernig fara skal á bak hesti Friðrik Jónsson 20142
02.08.1969 SÁM 85/169 EF Spáð veðri eftir því hvernig forystukindur höguðu sér á morgnana Friðrik Jónsson 20145
02.08.1969 SÁM 85/169 EF Þeir eltu hann á átta hófahreinum Friðrik Jónsson 20146
02.08.1969 SÁM 85/169 EF Spjall um rímnakveðskap Friðrik Jónsson og Emilía Friðriksdóttir 20147
02.08.1969 SÁM 85/175 EF Sagan um Einbein og Tvíbein Friðrik Jónsson 20265

Tengt efni á öðrum vefjum

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 2.01.2020