Pearl Pálmason (Fædd Guðrún Pearl Pálmason (Gudrun Pearl Palmason); nefnd Pearl Palmason nema á Íslandi.) 02.10.1915-17.02.2006

<p>Pearl er fædd og upp alin í Winnipeg, Kanada. Foreldrar hennar voru Sveinn Pálmason* frá Ysta-Gili í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu og Gróa Sveinsdóttir** frá Kletti í Borgarfirði. Systkini Pearl voru Pálmi (f. 1909 - 12. ágúst 1974), Valgerður Rudy (1912-1987) og Stefán Douglas (f. 1919). Fyrsti fiðlukennari Pearl var Pálmi bóðir hennar en síðar nam hún við tónlistarháskólann í Toronto. Hún lærði einnig hjá Carl Flescher í London á Englandi. Pearl var afburða fiðluleikari og kom víða fram sem einleikari og sem kammermúsíkant auk þess að hljóðrita. Hún lék með sinfóníuhljómsveit Toranto borgar í 40 ár (1941-1981), gegndi þar stöðu aðstoðarkonsertmeistara og hljóp iðulega í skarð konsertmeistara.</p> <p>Pearl þótti hrífandi og mikilhæf kona, er átti sér glæstan feril og frama sem tónlistarmaður. Þegar hún lést, þótti ástæða til að minnast hennar með þeim veglega hætti, sem gert er í meðfylgjandi grein í kanadiska fréttablaðinu; The Globe and Mail. Vesturíslendingurinn, Don Gislason, ritaði einnig minningargrein um Pearl, sem birtist í maí 2006 í Fálkanum, fréttabréfi Íslendingafélagsins í Toronto.</p> <p>Pearl dvaldi á Íslandi sumarið og haustið 1938, þá tæplega 23 ára. Hún hélt tvenna einleikstónleika fyrir troðfullu húsi í Gamla Bíó, 15. júní og 30. sept. Undirleikari var Árni Kristjánsson. Hún spilaði einnig tvisvar á kvöldsamkomum í Dómkirkjunni. Páll Ísólfsson og Emil Thoroddsen birtu lofsamlegar umsagnir um Pearl í blöðum.</p> <p>Leiðir Pearl og Ragnars H. Ragnar, síðar skólastjóri Tónlistarskólans á Ísafirði, en sem þá bjó vestra, lágu um tíma saman á tónlistarsviðinu og héldu þau þá sameiginlega tónleika í víða í Kanada og Bandaríkjunum.</p> <p><a href="http://instrumentbank.canadacouncil.ca/en/about-apropos/instruments">Pearl eignaðist forláta fiðlu</a> árið 1960, sem var smíðuð af Januarius Gagliano í Napólí árið 1747. Sá dýrgripur var árið 2003 falin umsjá Canada Council for the Arts og gengur nú undir nafninu: „1747 Palmason Januarius Gagliano violin“, og hefur síðan verið lánuð ungu og efnilegu tónlistarfólki í viðurkenningarskyni. Áður hafði Pearl eignast fiðlu smíðaða 1666, sem fiðlarinn og hljómsveitarstjórinn Alexander Chuhaldin (1892-1951) hafði átt.</p> <hr align="left" size="1" style="color: black;" width="50%" /> <p>* <span style="background-color: rgba(255, 255, 255, 0.498039);">Sveinn Palmason (</span>9. okt. 1877 - 2. apríl 1954).&nbsp;<span style="background-color: rgba(255, 255, 255, 0.498039);">Íslendingabók:</span>&nbsp;„Fór til Vesturheims 1900 frá Viðvík, Vindhælishreppi, Hún.“ Sveinn&nbsp;<span style="background-color: rgba(255, 255, 255, 0.498039);">var&nbsp;</span><span style="background-color: rgba(255, 255, 255, 0.498039);">bróðir Ingvars Pálmasonar (1873-1947) alþingismanns, sem var afi Ingvars Gíslasonar, fv. menntamálaráðherra.</span><br /> ** <span style="background-color: rgba(255, 255, 255, 0.498039);">Groa Sveinnsdottir (f.&nbsp;</span><span style="background-color: rgba(255, 255, 255, 0.498039);">3. apríl 1881).&nbsp;Íslendingabók</span>&nbsp;„Fór til Vesturheims 1899 frá Þursstöðum, Borgarhreppi, Mýr. Húsfreyja í Winnipeg. M: Sveinn Pálmason, trésmiður skv. Borgf.“</p>

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðluleikari og tónlistarmaður
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 24.03.2021