Ólafur Hallsson 1605-11.12.1681

Prestur. Lærði í Hólaskóla, skráður í Hafnarháskóla 1626, kom heim 1628 en fór utan aftur árið eftir. Talið að hann hafi stundað nám í Jena, Wittenberg og verið í Rostock, Hamborg og Lybeck. Vígðist aðstoðarprestur föður síns 1632 að Höfða. Var síðan fjögur ár kirkjuprestur á Hólum og fékk Grímstungu 8. júlí 1639 og hélt til æviloka. Varð prófastur 30. apríl 1644 en sagði því af sér 1669. Prestar ætluðu honum biskupsembættið á Hólum eftir lát Þorláks em hann færðist undan. .Hann var talinn einn mesti lærdómsmaður sinnar tíðar og þýddi fjölda guðsorðarita

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 53-54.

Heimild: Prestatal og Prófasta eftir dr. Hannes Þorsteinsson, bls. 229 og 256.

Staðir

Höfðakirkja Aukaprestur 1632-1635
Hóladómkirkja Prestur 1635-1639
Grímstungukirkja Prestur 08.07.1639-1681

Aukaprestur, prestur og prófastur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 1.09.2017