Snorri Sigfús Birgisson 29.04.1954-

<p>Snorri Sigfús Birgisson stundaði fyrst píanónám hjá Gunnari Sigurgeirssyni en innritaðist síðan í Tónlistarskólann í Reykjavík. Þar lærði hann á píanó hjá Hermínu S. Kristjánsson, Jóni Nordal og Árna Kristjánssyni en lagði einnig stund á tónsmíðar hjá Þorkeli Sigurbjörnssyni. Hann lauk einleikaraprófi 1974.</p> <p>Á árunum 1974 – 1975 stundaði hann framhaldsnám í píanóleik hjá Barry Snyder við Eastman School of Music í Bandaríkjunum, en fór þaðan til Ósló og nam tónsmíðar hjá Finn Mortensen, raftónlist og hljóðfræði hjá Lasse Thoresen og Olav Anton Thommessen. Árið 1976 fór hann til Amsterdam til tónsmíðanáms hjá Ton de Leeuw. Frá því hann lauk námi 1980 hefur Snorri starfað í Reykjavík sem tónskáld, píanóleikari, tónlistarkennari og stjórnandi. Hann er félagi í Caput-hópnum.</p> <p align="right">Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 25. ágúst 2009.</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Eastman tónlistarháskólinn 1974-1975

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Caput Píanóleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Píanóleikari , tónlistarkennari , tónlistarnemandi og tónskáld

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 12.03.2015