Sigurjón Árnason (Þrvaldur) 03.03.1897-10.04.1979

<p>Prestur. Sigurjón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1917 og cand. theol. frá Háskóla Íslands 14. febrúar 1921, var við framhaldsnám í trúarheimspeki í Kaupmannahöfn veturinn 1921 til 1922, kynnti sér jafnframt safnaðarstarf þar. Tók kennarapróf 1921. Hann vígðist 29. október 1922, var aðstoðarprestur föður síns í Görðum á Álftanesi 1922-1924, fékk veitingu fyrir Vestmannaeyjaprestakalli 5. janúar 1924 og gegndi prestakallinu til ársloka 1944 nema veturinn 1938-1939, en þá var hann aukaprestur við Dómkirkjuna í Reykjavík. Hann var prestur í Hallgrímsprestakalli í Reykjavík 1. janúar 1945-1967. Séra Sigurjón var stundakennari við Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum um skeið og við Gagnfræðaskóla Austurbæjar í Reykjavík 1955-1960. Hann skrifaði margt um trúmál og siðfræði.</p> <p align="right">Heimild: Guðfræðingatal Björns Magnússonar 1847-1975 bls. 379</p>

Staðir

Garðakirkja Aukaprestur 14.10.1922-1924
Landakirkja Prestur 03.05.1924-1944
Dómkirkjan Prestur 23.04.1938-1939
Hallgrímskirkja Prestur 28.12. 1944-1967

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 7.11.2017