Pétur Þorvaldsson 17.01.1936-01.10.1989

<p>Pétur stundaði nám í sellóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá dr. Heinz Edelstein og Einari Vigfússyni. Síðan fór hann í framhaldsnám hjá prófessor Erling Blöndal Bengtsyni við Konunglega danska tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófi árið 1960.</p> <p>Pétur réðst til starfa við borgarhljómsveit Árósa árið 1961 og var fyrsti sellóleikari við þá hljómsveit til ársins 1965. Þá flutti hann heim og lék með Sinfóníuhljómsveit Íslands eftir það. Frá árinu 1975 var Pétur fyrsti sellóleikari hljómsveitarinnar.</p> <p>Auk þess kenndi Pétur við Nýja Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann vann einnig umtalsvert að kammertónlist, hér á landi sem og í Skandinavíu.</p> <p>Foreldrar Péturs voru Þorvaldur Sigurðsson, bókbindari og útgefandi í Reykjavík, og k.h., Lára Pétursdóttur húsfreyja.</p> <p>Þorvaldur var sonur Sigurðar Pálssonar, bónda á Auðshaugi á Barðaströnd, og k.h., Valborgar Elísabetar Þorvaldsdóttur, en Lára var dóttir Péturs Péturssonar sem var bóndi á Narfastöðum, í Mjóadal og á Stóru-Laugum í Reykjadal, en flutti til Ameríku árið 1900, og Guð- bjargar Sigurðardóttur.</p> <p>Bróðir Péturs var Snorri Þorvaldsson sem var fiðluleikari við sænsku útvarpshljómsveitina í 30 ár en hætti árið 1991, flutti þá til Suður-Frakklands, ásamt eiginkonu sinni, þar sem hann framleiddi myrru fyrir strengjahljóðfæri sem hann flutti víða um heim. Snorri var einnig einkaflugmaður og varð fyrstur til að lenda flugvél á heimskautsbaug, hinn 14.9. 1953, í Grímsey. Snorri lést 2014.</p> <p>Eftirlifandi eiginkona Péturs er Björg Erla Steingrímsdóttir, fyrrverandi ritari, og eignuðust þau fjögur börn.</p> <p align="right">Byggt á Merkir Íslendingar. Morgunblaðið. 17. janúar 2018, bls. 35.</p>

Staðir

Konunglegi tónlistarháskólinn í Kaupmannahöfn Tónlistarnemandi -1960
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Kammersveit Reykjavíkur Sellóleikari 1974
Sinfóníuhljómsveit Íslands Sellóleikari 1965 1989

Tengt efni á öðrum vefjum

Sellókennari , sellóleikari og tónlistarnemandi

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 17.01.2018