Þorgrímur Finnsson 1781-23.05.1813

Prestur. Stúdent frá Reykjavíkurskóla 1801 og vígðist 3. ágúst 1806 aðstoðarprestur sr. Jóns Högnasonar á Hólmum en missti þar prestskaparréttindi sín vegna of bráðrar barneignar með konu sinni veturinn 1807 en var samt látinn gegna embættinu eftir lát sr. Jóns til hausts 1807. Fékk uppreisn 27. febrúar 1808 og Kolfreyjustað 27. febrúar 1808 og hélt til æviloka. Vel gefinn maður og fékk gott orð.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 135-36.

Staðir

Kolfreyjustaðarkirkja Prestur 1809-1813
Hólmakirkja Aukaprestur 03.08.1806-1807

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 18.05.2018