Hannes Scheving Lárusson 02.08.1748-06.03.1826
<p>Prestur. Stúdent 1772 frá Hólum. V'igðist 7. maí 1755 aðstoðarprestur sr. Hallgríms Eldjárnssonar á Grenjaðarstað, fékk Helgastaði 2. júní 1781, fékk Laufás 27. febrúar 1797 og Grenjaðarstað 21. desember 1812 og hélt til dauðadags. Aðstoðarprófastur í Þingeyjarþingi 1796 og prófastur 12. apríl 1804 og sinnti því til æviloka. Hlaut mikið lof biskups fyrir kennimannshæfileika sína, dugnað og ráðdeild enda var hann búhöldur mikill, verkmaður ágætur og hagsýnn. Mikils virtur og ástsæll.</p>
<p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 316. </p>
Staðir
Grenjaðarstaðakirkja | Aukaprestur | 07.05.1775-1781 |
Helgastaðakirkja | Prestur | 02.06.1781-1797 |
Laufáskirkja | Prestur | 27.02.1797-1812 |
Grenjaðarstaðakirkja | Prestur | 21.12.1812-1826 |

Aukaprestur , prestur og prófastur | |
Ekki skráð |
Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 5.10.2017