Sigurður Halldórsson 13.01.1963-

<p>Sigurður Halldórsson nam sellóleik hjá Gunnari Kvaran við Tónlistarskólann í Reykjavík og því næst við Guildhall School of Music í London hjá Raphael Sommer og lauk þaðan námi sumarið 1990. Hann hefur síðan starfað sem kennari, einleikari og kammertónlistarmaður og fengist við fjölbreytilega tónlistarstíla allt frá miðöldum til nútímans. Sigurður starfar með Caput hópnum, Voces Thules, Camerarctica, Skálholtskvartettinum og Bachsveitinni í Skálholti. Hann hefur, bæði sem einleikari og með fyrrnefndum hópum, komið fram á alþjóðlegum listahátíðum víða um Evrópu, Norður-Ameríku og Japan, og hljóðritað fjölda hljómdiska.</p> <p>Sigurður hefur flutt stórann hluta tónbókmenntanna fyrir selló og píanó vítt og breitt, bæði á Íslandi, austan hafs og vestan ásamt Daníel Þorsteinssyni píanóleikara, en þeir hafa starfað saman í þrjá áratugi. Þá hefur hann leikið allar einleikssvítur Bachs á Sumartónleikum í Skálholtskirkju og hljóðritað sellókonserta eftir Vivaldi með Bachsveitinni í Skálholti og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann hefur tileinkað sér þá vinnuaðferð að leika alla tónlist á hljóðfæri í stíl hvers tíma að því marki sem aðstæður leyfa og hefur átt áralangt samstarf við frumkvöðla á því sviði, svo sem fiðluleikarann Jaap Schröder og sellóleikarann Bruno Cocset.</p> <p>Hann hefur alla tíð haft mikið frumkvæði að hvers konar verkefnum í menningargeiranum, bæði stórum og smáum. Hann var einn af stofnendum og aðalaðstandenum 15:15 tónleikasyrpunnar sem sett var á fót árið 2002. Hann hefur starfað sem listrænn stjórnandi Sumartónleika í Skálholtskirkju síðan 2004. Sigurður kemur oft fram á vettvangi impróviseraðrar tónlistar. Hann hefur unnið í leikhúsi, m.a. að nokkrum tilraunasýningum í dans- og músíkleikhúsi. Hann hefur haldið ýmis námskeið og fyrirlestra og stundað kennslu í sellóleik og kammertónlist. Hann starfar við Listaháskóla Íslands og er mentor og fagstjóri í nýju meistaranámi í sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi, sem Listaháskólinn býður upp á í samvinnu við fjóra aðra tónlistarháskóla í Evrópu, og fagstjóri BA náms í skapandi tónlistarmiðlun.</p> <p align="right">Textinn er af vef Sumartónleika í Skálholti 2013.</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Guildhall School of Music and Drama Háskólanemi -1990
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Nemandi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Camerarctica Sellóleikari 1992
Caput Sellóleikari
Symphonia Angelica Sellóleikari 2016-04
Söngsveitin Fílharmónía Söngvari 1986 1995
Voces Thules 1991

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , nemandi , sellóleikari , tónlistarkennari og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 19.08.2016