Úlfur Eldjárn 03.09.1976-

<p>Úlfur Eldjárn hefur starfað sem tónlistarmaður frá unga aldri, bæði sjálfstætt og með hinum ýmsu hljómsveitum, er m.a. meðlimur í Orgelkvartettinum Apparat sem hefur ferðast með nokkur hundruð kíló af gömlum rafmagnsorgelum um víða veröld og komið fram á tónleikastöðum á borð við Pompidou miðstöðinni í París, Central Park í New York, I.C.A. í London og tónlistarhátíðunum Pukkelpop og Hróarskeldu. Síðasta hljómplata Orgelkvartettsins Apparat, Pólýfónía, var í efstu sætunum á árslistum íslenskra gagrýnenda 2011 og var í forvali fyrir tilnefningar til norrænu tónlistarverðlaunanna 2012.</p> <p>Úlfur hefur samið töluvert af tónlist fyrir leikhús, sjónvarp og aðra miðla og hefur verið tilnefndur til Grímu- og Edduverðlauna fyrir verkefni á því sviði. Hann gaf út sína fyrstu sólóplötu árið 2010, Field Recordings: Music from the Ether. Hann stundar nú B.A. nám í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands.</p> <p align="right">Af vefnum Hið Hið <a href="http://tonskaldafelag.flavors.me/#um-okkur-about-us">Nýja Tónskáldafélag</a> (3. júní 2015)</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Apparat Organ Quartet Hljómborðsleikari 1999-09

Tengt efni á öðrum vefjum

Hljómborðsleikari og tónskáld
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 3.06.2015