Jón Bjarnason 15.11.1845-02.06.1914

<p>Prestur. Stúdent frá Reykjavíkurskóla 1866 og lauk prestaskóla 1869. Vígðist 29. ágúst 1869 aðstoðarprestur föður síns. Settist að í Reykjavík 1870 og stundaði kennslu. Fór til Vesturheims 1873 og var þar kennari, ritstjóri og prestur síðast í Nýja Íslandi. Kom til landsins 1880. Fékk Dvergastein 27. júlí 1880 en afsalaði sér prestakallinu 1884 og fór aftur til Vesturheims og gerðist prestur í Winnipeg. Vann heilmikið að ritstörfum. Lést í Vesturheimi.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 71-71.</p>

Staðir

Stafafell Aukaprestur 13.10. 1869-1870
Seyðisfjarðarkirkja Prestur 27.07 1880-1884

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 3.03.2020