Berti Möller (Bertram Henry Möller) 11.01.1943-20.01.2007
<p>... Bertram ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur og stundaði nám í Melaskóla og Hagaskóla. Að grunnskóla loknum stundaði hann nám í Verzlunarskóla Íslands. Bertram hóf störf hjá Lögreglunni í Reykjavík árið 1964. Árin 1970-1971 starfaði hann hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Hann starfaði í hinum ýmsu deildum Lögreglunnar, umferðardeild, almennri deild, slysarannsóknardeild og Rannsóknarlögreglu ríkisins. Hann lét af störfum í Lögreglunni 1. mars 2003</p>
<p>Tónlistin átti hug og hjarta Bertrams alla ævi, enda var hann landsþekktur söngvari og hljóðfæraleikari. Allt frá unglingsárum söng hann og lék á gítar á dansleikjum víða um land með fjölda hljómsveita, m.a. Falcon, Sextett Berta Möller, Hljómsveit Árna Elfars og Hljómsveit Svavars Gests, en lengst af með Lúdó Sextett...</p>
<p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 29. janúar 2007, bls. 26.</p>
Hópar
Hópur 1 | Stöður | Frá | Til |
---|---|---|---|
Diskó | 1959-01 | ||
Hljómsveit Berta Möller | |||
Hljómsveit Svavars Gests | Söngvari | ||
Lúdó | Gítarleikari | 1957 |
Tengt efni á öðrum vefjum
Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 17.06.2017