Einar Jónsson 02.01.1970-

<p>Einar hóf tónlistarnám 11 ára í Skólalúðrasveit Árbæjar og Breiðholts. Hann nam básúnuleik við Tónlistarskóla Reykjavíkur frá 1986 og lauk einleikara- og kennaraprófi þaðan árið 1996. Að því loknu flutti Einar til New York til framhaldsnáms í básúnuleik og hljómsveitarstjórn við Purchase College Conservatory of Music þaðan sem hann lauk Mastersprófi 1998. Næstu tvö ár sinnti Einar hljóðfæraleik og kennslu á Íslandi, m.a. við Tónlistarskólann í Reykjavík. Á árunum 2000-2007 bjó Einar í Noregi þar sem hann hafði með höndum tónlistarkennslu og stjórn blásarasveita í Ringerike, skammt frá Osló. Á sama tímabili stjórnaði hann Ískórnum, kór Íslendinga í Osló.</p> <p>Nokkuð af frumsömdum verkum og útsetningum eftir Einar hafa verið flutt innanlands og erlendis. Þ.á.m. eru útsetningar fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og frumsamin verk fyrir Blásarasveit Reykjavíkur og Serpent Art Ensemble. Árið 2001 hlaut Einar verðlaun í tónsmíðasamkeppni Karlakórs Reykjavíkur.</p> <p>Einar hefur verið skólastjóri og stjórnandi Skólahljómsveitar Grafarvogs síðan 2007. Samhliða því hefur hann verið virkur básúnuleikari í tónlistarlífi höfuðborgarsvæðisins – frá smærri hópum til stórsveita og leikhúsa og allan tíman í „bakvakt“ Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Einar hefur leitt básúnusveit Stórsveitar Reykajvíkur frá árinu 2009 og setið í stjórn SÍSL (Samtaka íslenskra skólalúðrasveita) með hléum á árabilinu 2008-2013.</p> <p align="right">Vefur Skólahljómsveita Reykjavíkur (desember 2013).</p>

Staðir

Suzukitónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1996
Purchase háskóli í New York Háskólanemi -1998

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Skólahljómsveit Grafarvogs Stjórnandi 2007
Stórsveit Reykjavíkur Básúnuleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Blásarakennari , básúnuleikari , háskólanemi , skólastjóri , stjórnandi , tónlistarnemandi og tónskáld
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 29.01.2016