Sigfús Árnason 21.09.1790-01.10.1822

Prestur. Stúdent 1808. Missti prestskaparréttindi fyrir barneign 1815 og fékk því ekki að vera aðstoðarprestur föður síns "en á heimili hans var brotið framið." Fékk þó uppreisn. Settur sýslumaður í Norður-Múlasýslu1815ö17 og vígðist 2. ágúst 1818 aðstoðarprestur sr. Samúels Björnssonar að Dvergasteini en drukknaði nokkrum árum síðar í Lagarfljóti. Var skáldmæltur og talinn prýðilega gefinn.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 188-89.

Staðir

Dvergasteinskirkja Aukaprestur 02.08.1818-1822

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 14.05.2018