Eva Þyri Hilmarsdóttir 16.05.1978-

<p>Að loknu píanókennara- og burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík nam Eva Þyri Hilmarsdóttir hjá John Damgaard við Det Jyske Musikkonservatorium í Árósum og lauk diploma og einleikaraprófi. Þaðan lá leið hennar til Lundúna og stundaði hún MA nám í meðleik við Royal Academy of Music. Þaðan útskrifaðist hún með hæstu einkunn, hlaut heiðursnafnbótina DipRAM og Christian Carpenter verðlaunin fyrir framúrskarandi lokatónleika. Aðalkennari hennar þar var Michael Dussek.</p> <p>Auk fjölda einleikstónleika hefur Eva Þyri leikið einleik með hljómsveit og tekið þátt í frumflutningi verka, m.a. á hátíðum eins og Ung Nordisk Musik, Young Euro Classic Festival í Berlín og Young Composers Symposium, London. Hún leggur stund á kammertónlist og ljóðasöng, tók t.d. þátt í Song Circle Konunglegu tónlistarakademíunnar í London, opnum kennslustundum hjá Barböru Bonney, Sir Thomas Allen, Helmut Deutsch, Roger Vignoles og Audrey Hyland auk þess að vera virkur þátttakandi og meðleikari í North Sea Vocal Academy í Danmörku.</p> <p>Hérlendis hefur hún meðal annars haldið einleikstónleika, tekið þátt í frumflutningi sönglaga Áskels Mássonar og Atla Heimis Sveinssonar og nú síðast The Melancholy Stream eftir Oliver Kentish. Eva Þyri starfar einnig sem píanókennari og meðleikari við Tónlistarskóla Kópavogs.</p> <p>- - - - -</p> <p>Eva Þyri Hilmarsdóttir graduated from the Reykjavík College of Music and furthered her studies in Denmark, with prof. John Damgaard at the Royal Academy of Music in Aarhus, receiving an Advanced Soloist Diploma. She studied with Michael Dussek at the Royal Academy of Music in London and graduated from the MA Piano Accompaniment Course with Distinction and was awarded a DipRAM and the Christian Carpender Piano Prize for an outstanding final recital.</p> <p>Eva Þyri gives solo recitals, performs with various orchestras and ensembles, and has premiered numerous works by Icelandic and Scandinavian composers, e.g. in festivals such as Ung Nordisk Musik, Young Euro Classic Festival in Berlin and Young Composers' Symposium in London. She has performed in the Royal Academy of Music's Song Circle and has been involved in the North Sea Vocal Academy in Denmark. She teaches the piano and is very active in her two main field of interests, chamber music and lieder.</p> <p align="right">Listasafn&nbsp;Sigurjóns Ólafssonar – tónleikasrká&nbsp;28. júlí 2015.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Píanókennari , píanóleikari og tónlistarmaður
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 11.08.2015