Marteinn EInarsson -1576

Prestur og biskup. Var við nám í Englandi í níu ár en kom heim að því loknu og gerðist verslunarmaður í Grindavík. Hann var orðinn prestur fyrir 1533 og tók við Staðastað eftir föður sinn og er orðinn officialis 1538 og var orðinn biskup 1548. Hann var handtekinn af sonum Jóns biskups Arasonar í september 1549 og var í haldi þeirra fram á næsta ár. Hann sagði af sér biskupsembættinu 1556 þar sem honum þótti konungur ganga um og á réttindi staðarins. Fluttist þá aftur á Staðastað og lét þar af prestskap 1569. Hann var gæflyndur og valmenni en þó svo skapmikill að hann vildi ekki vera leiksoppur konungsvaldsins. Hann var mjög listfengur , enda hafði hann lært málaralist í Englandi, og var á fyrri árum fenginn til að skreyta kirkjur landsins. Var og skáldmæltur og hafa varðveist eftir hann í sálmabók hans en voru þó aðeins þýðingar.

Staðir

Staðakirkja á Staðastað Prestur 16.öld-1548
Staðakirkja á Staðastað Prestur 1556-1569

Biskup og prestur

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 17.11.2014