Halldór Jónsson 25.02.1810-17.07.1881

<p>Prestur. Stúdent úr heimaskóla Gunnlaugs Oddssonar 1831. Fór utan 1835 og nam við Hafnarháskóla og tók m.a próf í guðfræði með 1. einkunn. Fékk Glaumbæ 16. nóvember 1840, varð prófastur Skagfirðinga 5. maí 1841. Fékk Hof í Vopnafirði 5. maí 1849 og hélt til æviloka. Var prófastur í Norður-Múlasýslu 1853-1879. Merkismaður, vel lærður, forseti Alþingis o.m.fl. <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 262-3. </p>

Staðir

Hofskirkja í Vopnafirði Prestur 1849-1881
Glaumbæjarkirkja Prestur 1840-1849

Tengt efni á öðrum vefjum

Guðni Sig. Óskarsson uppfærði 1.09.2015