Árni Freyr Gunnarsson 16.08.1991-

Árni Freyr Gunnarsson lauk framhaldsprófi í píanóleik frá Tónlistarskóla Reykjavíkur árið 2008 og diplóm-prófi í sama fagi frá Listaháskóla Íslands, undir handleiðslu Halldórs Haraldssonar, tveimur árum síðar. Síðan þá hefur hann lagt stund á tónsmíðar við Listaháskólann og Conservatorio di Musica "Giuseppe Verdi" di Milano. Þar hafa hans aðalkennarar verið tónskáldi Atli Ingólfsson og Gabriele Manca. Hann hefur ennfremur sótt tíma hjá tónskáldum á borð við Marco Stroppa, Frédéric Durieux og Mauro Lanza. Árni hefur tvívegis verið valinn einn af fulltrum Íslands á tónlistarhátíðinni Ung Nordisk Musik og m.a. unnið með hljóðfærahópunum Caput, Lydenskab Ensemble og The Declassified.

Af vef tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið 2012.


Tengt efni á öðrum vefjum

Píanóleikari og tónskáld
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 16.08.2014