Haraldur Jónasson 09.08.1895-30.04.1978

Haraldur var fæddur og uppalinn á Völlum í Vallhólmi í Víðimýrarsókn í Skagarfjarðarsýslu. Foreldrar hans giftust aldrei og móðir hans var skilin en foreldrar hans voru í sambúð á Völlum. Þau hétu Jónas Egilsson, fæddur 1864 frá Glaumbæjarsókn í Skagafjarðarsýslu, og Anna Kristín Jónsdóttir, fædd 1864 frá Reynistaðarklausturssókn í Skagarfjarðarsýslu. Haraldur var einn af þremur alsystkinum og átti einnig hálfbróður. Haraldur var kvæntur Ingibjörgu Bjarnadóttur húsmóður, fædd 1892 og látin 1975, frá Reykjum í Hólasókn í Skagafjarðarsýslu. Hjónin eignuðust fjögur börn. Haraldur var sjálfstæðishetja líkt og vinur hans kallaði hann í minningargrein en hann var bóndi á Völlum og jafnframt hreppstjóri og oddviti sveitarfélagsins í Vallhólmi í Skagafirði. Hann sinnti mörgum opinberum störfum fyrir samfélagið en hann var kosinn í hreppsnefnd Seyluhrepps árið 1925 og gegndi því starfi í 45 ár. Hann tók svo við stöðu Bjarna I. Jónssonar hreppstjóra árið 1943 og gegndi því starfi til ársins 1970. Hann var sjálfstæðismaður og varaþingmaður Skagfirðinga frá janúar til mars árið 1945. Hann og eiginkona hans áttu heima í Völlum í Vallhólmi alla sína tíð en hann dvaldi á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki í nokkra daga þar til hann lést 30. apríl 1978.

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

12 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
16.09.1975 SÁM 93/3791 EF Sagt frá fæðingardegi og foreldrum, hverra manna þau eru og hvar þau ólust upp. Jafnframt er sagt hv Haraldur Jónasson 44373
16.09.1975 SÁM 93/3791 EF Spurt er hvernig barnaleikir voru í æsku Haraldar en hann nefnir þá barnaleiki sem hann lék sér í og Haraldur Jónasson 44374
16.09.1975 SÁM 93/3791 EF Haraldur talar um myrkfælni í barnæsku og spyrill athugar hvort fólk á bænum hafi trúað á drauga en Haraldur Jónasson 44375
16.09.1975 SÁM 93/3791 EF Spurt er hvort gestkvæmt hafi verið á Völlum en það var nokkuð um það. Spyrill athugar svo hvort men Haraldur Jónasson 44376
16.09.1975 SÁM 93/3791 EF Haraldur lýsir því þegar hann byrjaði að sjá um innanhreppsmál en hann gekk snemma í ungmennafélagið Haraldur Jónasson 44377
16.09.1975 SÁM 93/3791 EF Haraldur var sýslunefndarmaður í 34 ár og lýsir máli sem kom upp á sumardaginn fyrsta árið 1937. Þá Haraldur Jónasson 44378
19.09.1975 SÁM 93/3791 EF Spurt er hvort það hafi verið fordómar varðandi át á hrossakjöti en Haraldur segist ekkert vita né m Haraldur Jónasson 44379
16.09.1975 SÁM 93/3791 EF Spurt er hvort menn hafi þvegið hendur sínar upp úr hlandi en Haraldur segir að það hafi verið lítið Haraldur Jónasson 44380
16.09.1975 SÁM 93/3791 EF Spurt er hvort menn hafi riðið á hestum með uppgerð tögl en Haraldur sá tvo menn gera það. Annar var Haraldur Jónasson 44381
16.09.1975 SÁM 93/3791 EF Spurt er um hvort Drangeyjarfugl hafi komið á Velli en það var keypt mikið af Drangeyjarfugli samkvæ Haraldur Jónasson 44382
16.09.1975 SÁM 93/3791 EF Spurt er um hvar menn fengu harðfisk en Haraldur segir að þau hafi hert hann sjálf og lýsir því nána Haraldur Jónasson 44383
16.09.1975 SÁM 93/3791 EF Spurt er um hvaða verkfæri voru til landbúnaðar þegar Haraldur hóf búskap árið 1917 og lýsir Haraldu Haraldur Jónasson 44384

Tengt efni á öðrum vefjum

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 17.01.2019