Paul Zukofsky 22.10.2017-06.06.2017

<p>Zukofsky var bráðger og afar hæfileikaríkur tónlistarmaður. Hann kom fyrst fram opinberlega níu ára gamall sem sólisti í fiðlukonserts Mozarts nr. 3 og lék 13 ára gamall í Carnegie Hall í New York. Hann einbeitti sér mest að nútímatónlist sem fiðluleikari, kennari og stjórnandi.</p> <p>Íslenskt tónlistarlíf getur þakkað Zukofsky margt því hann stýrði um ára bil virtum og umtöluðum námskeiðum fyrir unga tónlistarmenn á 8. áratug 20. aldar. Hann stjórnaði einnig hljóðritunum, fjölda tónleika og vann mikið með Kammersveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit æskunnar...</p> <blockquote>Fiðluleikarinn og hljómsveitarstjórinn Paul Zukofsky lést í Hong Kong 6. júní sl. 73 ára að aldri. Zukofsky fæddist 22. október 1943 í New York og nam fiðluleik hjá Ivan Galamian við Juilliard-tónlistarskólann. Hann þreytti frumraun sína í Carnegie Hall að- eins níu ára að aldri með flutningi á fiðlukonsert eftir Mozart. Hann starfaði náið með John Cage, Elliott Carter og öðrum mínímalistum. Hann frumflutti fiðlukonsert Glass og kom fram í Einstein on the Beach. Eftir hann liggja yfir sextíu hljóðritanir, flestar á nútímatónlist. Á tíunda áratug síðustu aldar var hann yfirmaður Arnold Schönberg-stofnunarinnar í Los Angeles um fimm ára skeið.<br /> <br /> Paul Zukofsky lagði ómetanlegan skerf til íslensks tónlistarlífs um árabil og setti varanlegt mark sitt á þá hljóðfæraleikara sem unnu undir hans stjórn, þá ungir að aldri og enn í námi. Hann kom fyrst hingað til lands 1977 til þess að halda námskeið sem enduðu með tónleikum og síðar til þess að stjórna Sinfóníuhljómsveit æskunnar, en hann var aðalstjórnandi hennar frá stofnun 1985 til 1993.<br /> <br /> Hann vann reglulega með Kammersveit Reykjavíkur og stjórnaði m.a. flutningi sveitarinnar á Pierrot Lunaire eftir Schönberg á Listahátíð 1980; Tímanum og vatninu eftir Atla Heimi Sveinsson á Listahátíð 1994; frumflutningi á Seríu fyrir 10 hljóðfæri eftir Hauk Tómasson og Trois Petites Liturgies de la Présence Divine eftir Oliver Messiaen 2004 og verkum Arvo Pärt 1998.<br /> <br /> Í viðtali við Morgunblaðið í fyrra sagði Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari og fyrrum listrænn stjórnandi Kammersveitar Reykjavíkur að sveitin ætti Paul Zukofsky mikið að þakka enda væri framlag hans ómetanlegt.<br /> <br /> „Hann gaf sveitinni áræði í efnisvali sem efldi okkur í að takast á við verk sem voru okkur næstum því ofviða, en við þroskuðumst í glímunni. Hann gerði ótrúlegar kröfur sem varð til þess að við urðum betri hljóðfæraleikarar. Síðast en ekki síst var hann einstaklega vandvirkur og kenndi okkur hvað góður undirbúningur fleytir manni langt.“</blockquote> <p align="right">Andlátsfregn í Morgunblaðinu 14. júní 2017, bls. 30</p>

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðluleikari , hljómsveitarstjóri og tónlistarkennari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 14.06.2017