Jón Jónsson (lærði) 28.08.1759-04.09.1846

Prestur. Stúdent 1780 úr heimaskóla. Vígðist 1. júní 1783 aðstoðarprestur föður síns í Grundarþingum, fékk Grundarþing eftir föður sinn 23. júlí 1795, fékk Möðruvelli í Hörgárdal 16. mars 1839, bjó í Dunhaga og andaðist þar. Hann var maður vel að sér, fjölhæfur mjög og áhugasamur, einkum um trúarbrögð, búnað og hagfræði. Hann samdi fjölda ritgerða og okti ýmislegt andlegs eðlis.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 183.

Staðir

-
Grundarkirkja Aukaprestur 01.06.1783-1795
Grundarkirkja Prestur -
Möðruvallakirkja í Hörgárdal Prestur 16.03.1839-04.09.1846

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 18.04.2017