Magnús Guðjónsson 27.08.1899-18.04.1991

<p>... Magnús fæddist að Grjótlæk á Stokkseyri en fluttist fljótlega með foreldrum sínum að Bakkagerði, bæ sem þau reistu sér rétt austan Stokkseyrar, þar ólst hann upp ásamt átta systkinum.</p> <p>Foreldrar Magnúsar voru Vilborg Margrét Magnúsdóttir og Guðjón Pálsson vegavinnuverkstjóri.</p> <p>Sem unglingur hóf Magnús sumarstörf hjá Vegagerð ríkisins í Árnessýslu, á þeim tíma er hestvagninn var flutningatækið, hakinn og skóflan gröfutækin. Vinnan var erfið og oft kaldsöm, dvalið í tjöldum oft við erfiðar aðstæður, en samt voru það ánægjulegustu stundir Magnúsar, þegar hann rifjaði upp þetta tímabil ævi sinnar.</p> <p>Leiðin lá til Reykjavíkur og gerðist hann starfsmaður Vegagerðarinnar þar, en 1924 réðu örlögin því, að hann tók tímabundið að sér að sjá um rekstur rafstöðvar í Grindavík. Þar kynntist Magnús tilvonandi lífsförunaut sínum, Bjargeyju Guðjónsdóttur frá Hliði í Grindavfk, dóttur þeirra heiðurshjóna Maríu Ólafar Geirmundsdóttur og Guðjóns Einarssonar útgerðarmanns. Bjargey og Magnús giftu sig 26. nóvember 1927 og reistu sér hús á Nönnugötu 7 í Reykjavík, í félagi við foreldra Magnúsar...</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 1. maí 1991, bls. 54.</p>

Viðtöl

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Uppfært 29.05.2015