Magnús Guðjónsson 27.08.1899-18.04.1991

... Magnús fæddist að Grjótlæk á Stokkseyri en fluttist fljótlega með foreldrum sínum að Bakkagerði, bæ sem þau reistu sér rétt austan Stokkseyrar, þar ólst hann upp ásamt átta systkinum.

Foreldrar Magnúsar voru Vilborg Margrét Magnúsdóttir og Guðjón Pálsson vegavinnuverkstjóri.

Sem unglingur hóf Magnús sumarstörf hjá Vegagerð ríkisins í Árnessýslu, á þeim tíma er hestvagninn var flutningatækið, hakinn og skóflan gröfutækin. Vinnan var erfið og oft kaldsöm, dvalið í tjöldum oft við erfiðar aðstæður, en samt voru það ánægjulegustu stundir Magnúsar, þegar hann rifjaði upp þetta tímabil ævi sinnar.

Leiðin lá til Reykjavíkur og gerðist hann starfsmaður Vegagerðarinnar þar, en 1924 réðu örlögin því, að hann tók tímabundið að sér að sjá um rekstur rafstöðvar í Grindavík. Þar kynntist Magnús tilvonandi lífsförunaut sínum, Bjargeyju Guðjónsdóttur frá Hliði í Grindavfk, dóttur þeirra heiðurshjóna Maríu Ólafar Geirmundsdóttur og Guðjóns Einarssonar útgerðarmanns. Bjargey og Magnús giftu sig 26. nóvember 1927 og reistu sér hús á Nönnugötu 7 í Reykjavík, í félagi við foreldra Magnúsar...

Úr minningargrein í Morgunblaðinu 1. maí 1991, bls. 54.

Viðtöl

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Uppfært 29.05.2015