Davíð Ólafsson 30.01.1969-

<p>Davíð stundaði nám við Tónlistarskólann í Keflavík hjá Árna Sighvatssyni, Nýja Tónlistarskólann hjá Sigurði Demetz, Keith Reed og Signýju Sæmundsdóttur og við Söngskólann í Reykjavík, þar sem aðalkennari hans var Guðmundur Jónsson. Þá hélt hann til framhaldsnáms við óperudeild Tónlistarháskólans í Vínarborg, en meðal kennara hans þar voru Helene Karusso og Norman Shetler.</p> <p>Að námi loknu var Davíð fastráðinn við Óperuna í Lübeck í tvö ár, auk þess sem hann hefur verið gestasöngvari við óperuhús í Sviss, Austurríki, Þýskalandi og San Francisco í Bandaríkjunum.</p> <p>Hann hefur haldið fjölda tónleika á Íslandi og á meginlandi Evrópu. Meðal hlutverka sem Davíð hefur sungið eru Leporello í Don Giovanni, Doktor Bartolo í Brúðkaupi Fígarós, John Falstaff í Kátu konunum frá Windsor, Sarastró í Töfraflautunni. Í Lübeck söng hann hlutverk Don Alfonso í Cosi fan tutte eftir Mozart vorið 2001 og sumarið 2002 söng hann hlutverk Don Basilio í Rakaranum í Sevilla á óperuhátíðinni í Merzig í Þýskalandi.</p> <p>Davíð var fastráðinn við Íslensku óperuna 2002-2004 og var fyrsta hlutverk hans þar Doktor Bartolo í Rakaranum í Sevilla. Vorið 2003 söng hann hlutverk Mustafa sóldáns í Ítölsku stúlkunni í Alsír eftir Rossini og hlutverk amtmannsins í Werther eftir Massenet haustið 2003. Síðastliðinn vetur söng hann hlutverk Doktors Bartolos í Brúðkaupi Fígarós og nú í haust hlutverk Turpins dómara í Sweeney Todd hjá Íslensku óperunni.</p> <p align="right">Af vef Íslensku óperunnar (18. mars 2016)</p>

Staðir

Háskóli Íslands Háskólanemi -
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar Tónlistarnemandi -
Nýi tónlistarskólinn Tónlistarnemandi -
Söngskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Tónlistarháskólinn í Vínarborg Háskólanemi -

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , söngvari og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 18.03.2016