Þorleifur Björnsson -

Prestur á 16. öld. Var orðinn prestur 1526. Bjó að Reykhólum en hélt Stað á Reykjanesi en þó nokkuð skrykkjótt þar sem hann var talinn undarlegur, oft svo sem rænulaus og asmæltur en manna hagastur talinn. Fékk aflaust frá biskupi 1546 fyrir "óhæfilegt kvennafar og töfra". Lækninga- eða galdrablöð með hans hendi eru til. Virðist hafa misst prestskap en fékk aftur sama prestakall 1559. Var á lífi 1581.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 174-75.

Staðir

Staðarkirkja á Reykjanesi Prestur 1526-

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 4.05.2015