Guðmundur Eiríksson 1708 um-20.07.1781

Prestur. Stúdent 1730 frá Skálholtsskóla. F'ekk Hofteig 14. janúar 1733, fékk Hof í Vopnafirði 1738 sagði því lausu 1757 með því skilyrði að tengdasonur hans, sr. Skafti Árnason, fengi það. Var það samþykkt. Fékk Refsstaði seint á árinu 1766 og hafði með sér sr. Sigfús, son sinn, og gaf honum eftir prestakallið 1775. Harboe gaf honum lélegan vitnisburð en í annarri góðri heimild er hann kallaður líflegur gáfumaður. Skáldmæltur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 140-41.

Staðir

Refsstaðarkirkja Prestur 1766-1775
Hofteigskirkja Prestur 14.01.1733-1757
Hofskirkja í Vopnafirði Prestur 1738-1757

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 5.01.2018