Jón Helgi Þórarinsson 02.09.1957-

Prestur. Stúdent frá MA 1977. Cand. theol. frá HÍ 25. júní 1983. Framhaldsnám í kirkjutónlistarsögu og liturgíu við Edinborgarháskóla 1993-94. M.Th. þaðan haust 1994. Nám við Tónlistarskólann á Akureyri í orgelleik og söng. Vígður 20. nóvember 1983 aðstoðarprestur Fríkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði. Skipaður sóknarprestur á Dalvík frá 1. október 1984 og í Langholtsprestakalli frá 1. janúar 1997. Hefur fengist við kennslu , verið formaður PÍ og setið í sálmabókanefnd sem formaður svo eitthvað' sé nefnt.

Heimild: Guðfræðingatal 1847-2002 eftir Gunnlaug Haraldsson bls. 578-79

Staðir

Fríkirkjan í Hafnarfirði Aukaprestur 20.11.1983-1984
Dalvíkurkirkja Prestur 01.10.1984-31.12.1996
Langholtskirkja Prestur 01.01.1997-

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 2.05.2019