Ásgeir Ingibergsson 17.01.1928-18.11.2009

<p>Prestur. Ásgeir lauk kandidatsprófi í guðfræði árið 1957. Hann vígðist til Hvamms í Dölum árið 1958 og starfaði þar sem sóknarprestur til ársins 1966. Þá var hann prestur Íslendinga á Keflavíkurflugvelli um tveggja ára skeið en fór síðan til Kanada og starfaði þar sem prestur frá 1968-1978 í lúthersku kirkjunni. Hann var yfirbókavörður við Augustana University College í Camrose í Alberta frá 1978-1993. Fyrri eiginkona hans var Janet Smiley. Hún lést árið 1989. Eftirlifandi eiginkona er Akiko Hayami.<p align="right">Af Kirkjan.is</p>

Staðir

Hvammur Prestur 04.06.1958-1966
Keflavíkurflugvöllur Prestur 01.08.1966-1968
Alberta Prestur 01.11.1971-1978

Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 21.01.2019