Sigursveinn D. Kristinsson (Sigursveinn Davíð Kristinsson) 24.11.1911-02.05.1990

<p>Sigursveinn fæddist á Syðsta-Mói í Fljótum í Skagafirði.Foreldrar hans voru hjónin Kristinn Jónsson, f. 1878, d. 1967, bóndi þar og k.h., Helga Sigurlaug Grímsdóttir, f. 1875, d. 1957.</p> <p>Sigursveinn var í námi í fiðluleik hjá Theódóri Árnasyni 1936-1937 og í Tónlistarskólanum í Reykjavík og lauk þar prófi í tónsmíðum 1954. Sigursveinn var í tónlistarnámi í Kaupmannahöfn 1950-1951 og í tónsmíði og kórstjórn í Deutsche Hochschule fur Musik í Berlín 1956-1957.</p> <p>Sigursveinn var söngkennari í barnaskólanum á Ólafsfirði 1948-1949 og annaðist jafnframt músíkkennslu fyrir barnaskólann á Siglufirði. Sigursveinn var skólastjóri Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar í Reykjavík frá stofnun hans árið 1964 til ársins 1985 og var einn af stofnendum félags tónlistarskólastjóra 1969 og var í fyrstu stjórn þess.</p> <p>Sigursveinn var söngstjóri karlakórsins Kátra pilta á Ólafsfirði 1944-1950, stofnaði Samkór Verkalýðs- og sjómannafélags Ólafsfjarðar 1948 og stjórnaði honum til 1950. Sigursveinn stofnaði Söngfélag verkalýðssamtakanna í Reykjavík í mars 1950 og stjórnaði því til 1957 og var stjórnandi Söngfélags Siglufjarðar 1958-1962. Hann lamaðist 1924 og beitti sér fyrir stofnun fyrstu Sjálfsbjargarfélaganna árið 1958 og var hann varaformaður Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, 1959-1982 og í stjórn Öryrkjabandalagsins. Sigursveinn var bæjarfulltrúi í Ólafsfirði frá stofnun kaupstaðar 1944 til 1946. </p> <p>Sigursveinn samdi sönglög fyrir einsöng og kór, einnig stærri verk fyrir orgel og hljómsveit, sum flutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands.</p> <p>Kona Sigursveins var Ólöf Grímea Þorláksdóttir, f. 26.9. 1895, d. 9.10. 1988, listmálari. Sonur Sigursveins og Gerdu Jacobi: Kristinn, f. 1957. Synir Ólafar: Kristinn, Eggert og Rögnvaldur.</p> <p align="right">Merkir Íslendingar. Morgunblaðið. 24. apríl 2018, bls. 35</p> <p>Sjá einnig: Kennaratal á Íslandi, II. bindi bls. 450.</p>

Staðir

Tónskóla Fjallabyggðar Tónlistarkennari 1958-1963
Tónskóli Sigursveins Skólastjóri 1964-1985
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1954

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Lúðrasveit verkalýðsins Stjórnandi 1963 1964

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

12 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
13.03.1971 SÁM 85/609 EF Foreldrar heimildarmanns lærðu sálmalög af Jóni Jónssyni í Hringverskoti, sem var síðasti forsöngvar Sigursveinn D. Kristinsson 24905
13.03.1971 SÁM 85/609 EF Passíusálmar: Upp upp mín sál og allt mitt geð Sigursveinn D. Kristinsson 24906
13.03.1971 SÁM 85/609 EF Passíusálmar: Seldi Pílatus saklausan Sigursveinn D. Kristinsson 24907
13.03.1971 SÁM 85/609 EF Passíusálmar: Gefðu að móðurmálið mitt Sigursveinn D. Kristinsson 24908
13.03.1971 SÁM 85/609 EF Passíusálmar: Sannleikakóngsins Sigursveinn D. Kristinsson 24909
13.03.1971 SÁM 85/609 EF Passíusálmar: Hrópaði Jesú hátt í stað Sigursveinn D. Kristinsson 24910
13.03.1971 SÁM 85/609 EF Passíusálmar: Lífinu hjúkrar hönd Sigursveinn D. Kristinsson 24911
13.03.1971 SÁM 85/610 EF Passíusálmar: Pétur þar sat í sal Sigursveinn D. Kristinsson 24912
13.03.1971 SÁM 85/610 EF Aðfangadagur dauða míns Sigursveinn D. Kristinsson 24913
13.03.1971 SÁM 85/610 EF Samtal um sálmalögin og um foreldra heimildarmanns, einnig um afa hans, Jón Jónsson síðasta forsöngv Sigursveinn D. Kristinsson 24914
13.03.1971 SÁM 85/610 EF Minnst á langspil heimildarmanns sem er nýsmíði Sigursveinn D. Kristinsson 24915
13.03.1971 SÁM 85/610 EF Aðfangadagur dauða míns Sigursveinn D. Kristinsson 24916

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 24.04.2018