Sigursveinn D. Kristinsson (Sigursveinn Davíð Kristinsson) 24.11.1911-02.05.1990

Sigursveinn fæddist á Syðsta-Mói í Fljótum í Skagafirði.Foreldrar hans voru hjónin Kristinn Jónsson, f. 1878, d. 1967, bóndi þar og k.h., Helga Sigurlaug Grímsdóttir, f. 1875, d. 1957.

Sigursveinn var í námi í fiðluleik hjá Theódóri Árnasyni 1936-1937 og í Tónlistarskólanum í Reykjavík og lauk þar prófi í tónsmíðum 1954. Sigursveinn var í tónlistarnámi í Kaupmannahöfn 1950-1951 og í tónsmíði og kórstjórn í Deutsche Hochschule fur Musik í Berlín 1956-1957.

Sigursveinn var söngkennari í barnaskólanum á Ólafsfirði 1948-1949 og annaðist jafnframt músíkkennslu fyrir barnaskólann á Siglufirði. Sigursveinn var skólastjóri Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar í Reykjavík frá stofnun hans árið 1964 til ársins 1985 og var einn af stofnendum félags tónlistarskólastjóra 1969 og var í fyrstu stjórn þess.

Sigursveinn var söngstjóri karlakórsins Kátra pilta á Ólafsfirði 1944-1950, stofnaði Samkór Verkalýðs- og sjómannafélags Ólafsfjarðar 1948 og stjórnaði honum til 1950. Sigursveinn stofnaði Söngfélag verkalýðssamtakanna í Reykjavík í mars 1950 og stjórnaði því til 1957 og var stjórnandi Söngfélags Siglufjarðar 1958-1962. Hann lamaðist 1924 og beitti sér fyrir stofnun fyrstu Sjálfsbjargarfélaganna árið 1958 og var hann varaformaður Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, 1959-1982 og í stjórn Öryrkjabandalagsins. Sigursveinn var bæjarfulltrúi í Ólafsfirði frá stofnun kaupstaðar 1944 til 1946.

Sigursveinn samdi sönglög fyrir einsöng og kór, einnig stærri verk fyrir orgel og hljómsveit, sum flutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Kona Sigursveins var Ólöf Grímea Þorláksdóttir, f. 26.9. 1895, d. 9.10. 1988, listmálari. Sonur Sigursveins og Gerdu Jacobi: Kristinn, f. 1957. Synir Ólafar: Kristinn, Eggert og Rögnvaldur.

Merkir Íslendingar. Morgunblaðið. 24. apríl 2018, bls. 35

Sjá einnig: Kennaratal á Íslandi, II. bindi bls. 450.

Staðir

Tónskóla Fjallabyggðar Tónlistarkennari 1958-1963
Tónskóli Sigursveins Skólastjóri 1964-1985
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1954

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Lúðrasveit verkalýðsins Stjórnandi 1963 1964

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

12 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
13.03.1971 SÁM 85/609 EF Foreldrar heimildarmanns lærðu sálmalög af Jóni Jónssyni í Hringverskoti, sem var síðasti forsöngvar Sigursveinn D. Kristinsson 24905
13.03.1971 SÁM 85/609 EF Passíusálmar: Upp upp mín sál og allt mitt geð Sigursveinn D. Kristinsson 24906
13.03.1971 SÁM 85/609 EF Passíusálmar: Seldi Pílatus saklausan Sigursveinn D. Kristinsson 24907
13.03.1971 SÁM 85/609 EF Passíusálmar: Gefðu að móðurmálið mitt Sigursveinn D. Kristinsson 24908
13.03.1971 SÁM 85/609 EF Passíusálmar: Sannleikakóngsins Sigursveinn D. Kristinsson 24909
13.03.1971 SÁM 85/609 EF Passíusálmar: Hrópaði Jesú hátt í stað Sigursveinn D. Kristinsson 24910
13.03.1971 SÁM 85/609 EF Passíusálmar: Lífinu hjúkrar hönd Sigursveinn D. Kristinsson 24911
13.03.1971 SÁM 85/610 EF Passíusálmar: Pétur þar sat í sal Sigursveinn D. Kristinsson 24912
13.03.1971 SÁM 85/610 EF Aðfangadagur dauða míns Sigursveinn D. Kristinsson 24913
13.03.1971 SÁM 85/610 EF Samtal um sálmalögin og um foreldra heimildarmanns, einnig um afa hans, Jón Jónsson síðasta forsöngv Sigursveinn D. Kristinsson 24914
13.03.1971 SÁM 85/610 EF Minnst á langspil heimildarmanns sem er nýsmíði Sigursveinn D. Kristinsson 24915
13.03.1971 SÁM 85/610 EF Aðfangadagur dauða míns Sigursveinn D. Kristinsson 24916

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 24.04.2018