Magnús Erlendsson 09.01.1758-23.01.1836

<p>Prestur. Stúdent frá Hólaskóla 1778, vígðist 1. júní 1783 aðstoðarprestur föður síns að Hrafnagili, fékk Munkaþverá 18. júní 1796 , hafði áður verið aðstoðarprestur þar, fékk Hrafnagil 18. júní 1803 og hélt til æviloka. Varð aðstoðarprófastur föður síns 1794 og prófastur í Vaðlaþingi 1802 til æviloka. Hann þótti hinn mesti merkismaður þótt hann væri drykkfelldur nokkuð.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 420. </p>

Staðir

Hrafnagilskirkja Aukaprestur 01.06.1783-1796
Munkaþverárkirkja Prestur 18.06.1796-1803
Munkaþverárkirkja Aukaprestur 18.öld-18.öld
Hrafnagilskirkja Prestur 18.06.1803-1836

Aukaprestur , aðstoðarprófastur , prestur og prófastur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 12.05.2017