Sigurður Stefánsson 30.08.1854-21.04.1924

Prestur. Stúdent úr Reykjavíkurskóla 1879 og Prestaskólanum 1881. Fékk Ögurþing 7. september 1881 og sagði af sér prestskap 30. mars 1922 en vegna eindreginna óska sóknarbarna tók hann að sér að vera settur prestur og var það til æviloka. Hafði verið kjörinn dómkirkjuprestur í Reykjavík en afsalaði sér því starfi. Var þingmaður Ísfirðinga m.a. 1886 og 1902 og gegndi margháttuðum trúnaðarstörfum héraðsbúa.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 269.

Staðir

Ögurkirkja Prestur 07.09. 1881-1924

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 14.12.2018