Jón Jónsson 15.07.1705-27.06.1784

Prestur. Stúdent frá Hólaskóla 1726. Fór utan 1730, lauk guðfræðiprófi við Hafnarháskóla 1731 og kom samsumars heim. Fékk Mývatnsþing 1734 og Helgastaði 1742. Sagði af sér prestskap 1782. Fluttist að Grund í Eyjafirði 1783 og andaðist þar. Hann var talinn með lærðustu prestum samtíðar sinnar, skáldmæltur, orti á latínu og jafnvel grísku. Harboe gaf honum og góðan vitnisburð.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 181.

Staðir

Skútustaðakirkja Prestur 24.10. 1734-1742
Helgastaðakirkja Prestur 1742-1782

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 29.09.2017