Jón Jónsson 1645-1738

<p>Prestur fæddur um 1645. Vígður 9. apríl 1671 aðstoðarprestur föður síns í Hítarnesi.og fékk prestakallið er faðir hans lét af störfum 1674. Hann lenti í kærumáli við Müller amtmann þar sem sr. Jón hafði sett umsókn um Hítardal 1691, framhjá yfirvöldum landsins, til drottningarinnar, í tréstokki sem fannst rekinn í flæðarmáli. Í stefnu til sr. Jóns , af þessu tilefni, hafði sýslumaður misritað skírnarnafn amtmanns, "Chrian" í stað Christian. Sr. Jón gerði gys að þessu og kallaði amtmann kríuna og harðnaði deilan við það. Hefur það síðan verið nefnt kríumálið. Sr. Jón var dæmdur frá prestslap á prestastefnu 12. júlí 1693 en fékk uppreisn 29. apríl 1699 og þjónaði Helgafellsprestakalli veturinn 1699-1700 en 14. júlí 1700 veitti Müller amtmaður honum Hítarnes aftur og hélt hann því til æviloka þótt litlu mætti muna þar sem hann synjaði manni um altarissakramenti og vegna óprestlegrar framkomu við aðstoðarprest sinn, Jón Högnason.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 173-74.</p>

Staðir

Hítarneskirkja Aukaprestur 09.04.1671-1674
Helgafellskirkja Prestur 1699-1700
Hítarneskirkja Prestur 14.06.1700-1738

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 5.04.2018