Magnús Gestsson 29.9.1909-29.9.2000
<p>... Magnús varð búfræðingur frá Hvanneyri 1931, stundaði nám í framhaldsdeild Héraðsskólans í Reykholti 1936-37 og í Iðnskólanum í Reykjavík (trésmíði) 1953 og hlaut meistararéttindi. Magnús var kennari á ýmsum stöðum frá 1927-77, bóndi á Ormsstöðum frá 1931-36 og trésmiður í Reykjavík frá 1941-61. Hann hóf undirbúning að byggðasafni Dalamanna 1968, safnvörður þar frá opnun safnsins 1977 til 1998. Oddviti Klofningshrepps frá 1934-36. Magnús ritaði bækurnar Látrabjarg, 1971, Manniíf og mórar í Dölum, 1972, og Úr vesturbyggðum Barðastrandarsýslu, 1973. Magnús Gestsson var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar 1985.</p>
<p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 7. október 2000, bls. 51.</p>
Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum
7 hljóðrit
Dags | Safnmark | Efni | Heimildarmenn | # |
---|---|---|---|---|
08.09.1967 | SÁM 88/1696 EF | Samtal um rímurnar og kveðskapinn. Fólkið spurt um mismunandi kvæðalög og hvað því finnst um þau. | Einar Gunnar Pétursson , Pétur Ólafsson , Agnes Pétursdóttir og Magnús Gestsson | 5497 |
14.09.1967 | SÁM 88/1712 EF | Um kveðskap | Magnús Gestsson | 5682 |
29.9.1992 | SÁM 93/3824 EF | Saga um uppruna orðtaksins: "að míga upp í vindinn". | Magnús Gestsson | 43228 |
29.9.1992 | SÁM 93/3824 EF | Álagablettur í Hörgsnesi. Efst á nesinu eru bergbríkur sem heita Hörgur og þar mun hafa verið forn h | Magnús Gestsson | 43229 |
29.9.1992 | SÁM 93/3824 EF | Saga af því að álfatún í Kirkjuhvammi var tætt upp þegar verið var að leggja raflínu; tveir af þeim | Magnús Gestsson | 43230 |
29.9.1992 | SÁM 93/3825 EF | Álfasaga frá Purkey: Sumarbústaður var byggður á álfatúni með slæmum afleiðingum. | Magnús Gestsson | 43231 |
1971 | SÁM 93/3752 EF | Sagan um Hergerði, sögð af Magnúsi Gestssyni og Jóni Hákonarsyni. Hergerður hvarf að vetrarlagi og v | Magnús Gestsson og Jón Hákonarson | 44252 |
Tengt efni á öðrum vefjum
Kristín Anna Hermannsdóttir uppfærði 18.06.2018