Þorsteinn Björnsson 1612-1675

Prestur fæddur um 1612. Lærði í Skálholtsskóla. V'igðist 10. júlí 1636 aðstoðarprestur að Útskálum og skyldi einnig þjóna Hvalsnes- og Kirkjuvogssókn. Fékk Útskála 1638 en missti prestskap vegna hórdómsbrots eftir 1660 (1659) og fluttist frá Útskálum að Setbergi við Hafnarfjörð og andaðist þar. Var mjög sérvitur og hjátrúarfullur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 196-97.

Staðir

Útskálakirkja Aukaprestur 10.07.1636-1638
Hvalsneskirkja Aukaprestur 10.07.1636-1638
Kirkjuvogskirkja Aukaprestur 10.07.1636-1638
Útskálakirkja Prestur 1638-1660

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 12.02.2016