Magnea Ágústa Þorláksdóttir 10.09.1888-20.08.1974

Magnea fæddist á Lambanesreykjum í Fljótum, dóttir hjónanna Þorláks Þorlákssonar, bónda og skipstjóra, og Margrétar Grímsdóttur, ljósmóður. Þau hjón bjuggu á Lambanesreykjum ...

Magnea var mjög lagin og vandvirk. Hún lærði útsaum og klæðasaum hjá móðir minni. Síðar fór hún til Akureyrar og lærði kjólasaum. Orgelleik lærði hún hjá Magnúsi Einarssyni organista á Akureyri. Eftir það var hún mörg ár organisti í Barðskirkju og kenndi mörgum orgelleik. Þá vann hún um tíma hjá Andrési Andréssyni klæðaskera í Reykjavík ...

Magnea giftist 23. apríl 1919 Þórði Guðmundssyni. Hann var sonur hjónanna Guðmundar Þórðarsonar og Jóhönnu Jóhannsdóttur á Torfhóli í Skagafirði. Hafði Þórður lært húsasmíði á Sauðárkróki og lokið sveinsprófi þar 1904. Meistarabréf í húsasmíði fékk hann 1939. Þau Magnea giftust á Stað í Grunnavík en fluttu þaðan til Ísafjarðar og bjuggu þar allan sinn búskap. Vann Þórður sjálfstætt alla ævi og byggði mörg hús víðsvegar um land. Hann vann mikið að félagsmálum stéttar sinnar og var gerður heiðursfélagi í Iðnaðarfélagi Ísfirðinga 9. maí 1959. Þórður varð fyrir því slysi árið 1936 að missa annað augað, en hann gafst ekki upp og vann trúlega meðan kraftar og heilsa entust ...

Úr minningargrein í Morgunblaðinu 29. ágúst 1974, bls. 18.

Staðir

Barðskirkja Organisti -

Tengt efni á öðrum vefjum

Organisti, orgelkennari og saumakona
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 25.08.2014