Jón Guttormsson 30.07.1831-03.06.1901

<p>Prestur. Stúdent frá Reykjavíkurskóla 1847 með 2. einkunn, próf úr prestaskóla 1857. Stundaði svo barnakennslu um hríð. Fékk Kjalarnesþing 5. maí 1861, Hjarðarholt 1866 og hélt til æviloka. Prófastur í Dalasýslu 1869-1891.</p> <p align="right">Íslenskar æviskrár. PEÓ. III bindi, bls. 139-40.</p> <p>Þann 3. þ. m. andaðist að heimili sinu Hjarðarholti í Dalasýslu præp. hon. Jón Guttormsson 69 ára að aldri eftir stutta legu. Hann var yngstur hinna mörgu barna Guttorms próf. Pálssonar í Vallanesi og hið einasta eftirlifandi eftir að Sigríður kona séra Vigfúsar á Sauðanesi dó. Hann var kvæntur Guðlögu Margréti Jónsdóttur frá Brekku í Fljóssdal, systurdóttur Gísla læknis Hjálmarssonar, er nú lifir mann sinu ásamt 6 uppkomnum börnum þeirra. Einn af þeim er Jón héraðslæknir á Vopnafirði: Síra Jón var merkismaður og heimili hans fyrir myndar- og raustnarheimili.</p> <p align="right">Andlátsfregn. Heimskringla. 25. júlí 1901, bls. 1.</p>

Staðir

Brautarholtskirkja á Kjalarnesi Prestur 07.05. 1861-1866
Hjarðarholtskirkja Prestur 07.07.1860-1891
Hvammskirkja í Dölum Prestur 07.07.1860-1891
Saurbæjarkirkja á Kjalarnesi Prestur 05.05.1861-1866

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 23.11.2018