Friðrik Eggerz (Eggertsson) 25.03.1802-23.04.1894

<p>Prestur. Stúdent úr heimaskóla Geirs Vídalín 1823. Vígðist aðstoðarprestur föður síns að Ballará 25. júní 1826 og hélt því til 1846. Fékk Skarðsþing 6. apríl 1859 og hélt það til 1872 er hann lét af prestskap. Hann var þrekinn maður og hinn höfðinglegasti, hraustmenni og söngmaður allgóður en þótti stirður í prédikunum, fjáraflamaður mikill og harðdrægur og átti lengstum í málaferlum.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 20-21. </p>

Staðir

Skarðskirkja Aukaprestur 25.06.1826-1846
Skarðskirkja Prestur 06.04.1859-1872

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 17.01.2019