Jósef Ólafsson 1712-23.11.1803

Prestur. Stúdent 1734, vígðist 20. október 1737 aðstoðarprestur að Bægisá, fékk Stærri-Árskóg 1743 en dæmdur frá embætti 1751 vegna embættisglapa í drykkjuskap. Fékk uppreisn 12. mars 1756 og fékk Eyjadalsá 1760 og hélt til æviloka en andaðist er hann féll af hestbaki og festist í ístaðinu og lést af afleiðingunum er hann dróst með hestinum. Harboe taldi hann ólærðan en yfirleitt var vel af honum látið. Var góðmenni, smiður góður en unni brennivíni meira en hann þoldi, lítill búmaður.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 344-45.

Staðir

Bægisárkirkja Aukaprestur 20.10.1737 -1743
Stærri-Árskógskirkja Prestur 1743-1751
Eyjadalsárkirkja Prestur 1760-1803

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 3.04.2017