Magnús Ólafsson 1573-1636

<p>Prestur. Lærði í Hólaskóla og síðar í Hafnarháskóla. Kom til landsins 1599. Talið að hann hafi verið prestur á Möðruvöllum í Hörgárdal en misst prestskap vegna lausaleiksbrots. Gæti hugsanlega verið sá utan og varð baccalaureus 29. júlí 1611 og hafi eftir það orðið aðstoðarprestur á Völlum í Svarfaðardal. Var rektor á Hólum veturinn 1620-21, fékk Laufás 1622 og hélt til æviloka. Hann var mikill fræðimaður, þýddi m.a. Snorra-Eddu á latínu. Hann var með bestu skáldum þótt fátt sé til eftir hann. Mynd er til af honum í Þjóðminjasafninu.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 447. </p>

Staðir

Möðruvallakirkja í Hörgárdal Prestur -1607
Vallakirkja Aukaprestur 17.öld-1620
Laufáskirkja Prestur 1622-1636

Aukaprestur , prestur og rektor
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 20.03.2017