Svavar Gests 17.06.1926-01.09.1996

<p>Svavar fæddist fæddist í Reykjavík. Foreldrar hans voru Gestur Guðmundsson, kaupmaður þar, og k.h. Helga Loftsdóttir. Fósturforeldrar Svavars voru Hjörtur Elíasson, verkstjóri í Reykjavík, og k.h. Guðrún Kristjánsdóttir.</p> <p>Fyrri kona Svavars var María Ólöf Steingrímsdóttir húsfreyja sem lést 2011 og eignuðust þau fjögur börn, Bryndísi, Hjördísi Guðrúnu, Hörð og Gunnar. Seinni kona Svavars var Elly Vilhjálms söngkona og eignuðust þau synina Mána og Nökkva, en dóttir Elly, Hólmfríður Á. Bjarnason, ólst einnig upp hjá þeim. Elly lést árið 1995</p> <p>Svavar stundaði tónlistarnám í Bandaríkjunum, var trommuleikari í KK-sextettinum, stofnaði eigin hljómsveit 1950 og starfrækti hana til 1965. Hljómsveit Svavars naut fádæma vinsælda, á skemmtistöðum, í útvarpi og á hljómplötum. Meðal snillinga sveitarinnar má nefna Árna Ísleifsson og Árna Elvar píanónleikara, Garðar Jóhannesson og Gretti Björnsson harmonikkuleikara, Gunnar Ormslev tenórsaxafónleikara og Hrafn Pálsson bassaleikara, en meðal söngvara hennar voru Alfreð Clausen, Ingibjörg Þorbergs, Sigurður Ólafsson, Berti Möller, Anna Vilhjálms, Ragnar Bjarnason og Elly Vilhjálms.</p> <p>Svavar stjórnaði feikivinsælum skemmtiþáttum í útvarpi fyrir daga sjónvarpsins og var þá í raun fyrsti uppistandarinn hér á landi. Löngu síðar stjórnaði hann svo ýmsum útvarpsþáttum. Hann stofnaði SG-hljómplötur árið 1964 sem starfaði í tvo áratugi og gaf út 80 litlar, 45 snúninga hljómplötur og 180 stórar 33 snúninga plötur.</p> <p>Svavar var formaður FÍH, var í forsvari fyrir Lions-hreyfinguna á Íslandi og í alþjóðastarfi Lions. Hann starfaði einnig með Frímúrarahreyfingunni, hlaut fjölda viðurkenninga, var heiðursfélagi í FÍH og hlaut æðstu viðurkenningu Alþjóða Lions-hreyfingarinnar.</p> <p align="right">Merkir Íslendingar. Morgunblaðið. 17. júní 2017, bls. 43.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar Víbrafónleikari 1948-11 1949-03-01
Hljómsveit Svavars Gests Trommuleikari 1949-09-11 1965
KK-sextett Trommuleikari 1947-10-03

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Trommuleikari , víbrafónleikari og útgefandi

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 17.06.2017