Guðrún Ingimarsdóttir -

Guðrún Ingimarsdóttir er uppalin á Hvanneyri í Borgarfirði. Hún stundaði söngnám í Reykjavík og Lundúnum og framhaldsnám við einsöngvara- og óperudeildir tónlistarháskólans í Stuttgart hjá hinni þekktu söngkonu Sylviu Geszty. Meðal annarra kennara Guðrúnar eru Robin Bowman, Janet Perry og Elly Ameling. Síðan námi lauk hefur Guðrún starfað sem söngkona í Þýskalandi og víðar á meginlandi Evrópu, þar sem hún hefur sungið veigamikil hlutverk í óperuuppfærslum í Þýskalandi, Sviss, Englandi og Íslandi. Guðrún er einnig virk á sviði kirkju- og óperettutónlistar og hefur flutt slíka tónlist á fjölmörgum tónleikum vítt og breitt í Þýskalandi, Ítalíu, Austurríki, Portúgal, Sviss og Tyrklandi. Hún var sæmd heiðursorðu Johann Strauss félagsins í Þýskalandi fyrir söng sinn og vann til verðlauna í alþjóðlegu Erika Köth söngkeppninni í Þýskalandi árið 1996.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 12. ágúst 2008.


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 8.10.2013