Jón Sigurðsson 1759-10.11.1836

Prestur. Stúdent 1779 frá Skálholtsskóla. Vígðist 10. júní 1792 aðstoðarprestur í Holti í Önundarfirði, fékk Dýrafjarðarþing 6. september 1796 og lét þar af prestskap 1828. Hann var vel gefinn, vel látinn, skáldmæltur. Andaðist úr holdsveiki og elli.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 265.

Staðir

Holtskirkja Aukaprestur 10.06.1792-1796
Mýrakirkja Prestur 06.09.1796-1828

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 16.07.2015