Stefán Marel Hafþórsson 03.11.1994-

<p>Stefán Marel kom fyrst í sviðsljósið þegar hann sendi fra sér sérstaka útgáfu af laginu Ég Vil Fá Mér Kærustu. Lagið er uphaflega Sænskt þjóðlag og nefnist Ack Värmeland du sköna eftir Jussi Björling, en Íslenskan texta gerði Indriði Einarsson.</p> <p>Stefán er búinn að syngja síðan hann man eftir sér, en áhuginn varð að einhverju meiru þegar Stefán tók þátt í Grease söngleiknum árið 2009. Hefur hann síðan þá verið að syngja mjög mikið, en í desember 2011 fór hann í stúdíó Loftið á Akureyri og tók upp sitt fyrsta lag, Ég vil fá mér kærustu.</p> <p>2010 stofnuðu Stefán Marel & Gunnar Torfi net-útvarpsstöð að nafni Útvarp Brekkan og var hún eingöngu á netinu í nokkurn tíma, breyttu þeir síðan nafninu yfir í Volume stuttu síðar. Mánuðir liðu eftir að Volume var stofnað, gerðu þeir samning við Akureyrabæ um að nota Volume sem vinnuskólaútvarp og var það á tíðninni 101,7, seldu þeir síðan Volume til eigendur Level.is.</p> <p align="right">Af FaceBook-síðu Stefáns Marels (21. desember 2014)</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 21.12.2014