Eyjólfur Þorkelsson 29.06.1849-12.03.1923

<blockquote>Eyjólfur Þorkelsson var sonur séra Þorkels Eyjólfssonar á Staðastað. Hann stundaði ungur sjómennsku, en hóf síðar að læra gullsmíðar í Reykjavík og vann við þá iðn 1872-1875. Þá siglir hann til Noregs til frekara náms í gullsmíðum og heim kominn, 1876, gerist hann einn stofnenda „Lúðurþeytarafélagsins“ hjá Helga Helgasyni. Má gæla við þá hugmynd að Eyjólfur hafi lært á horn er hann var meðal Norðmanna. Eyjólfur starfaði við gullsmíðarnar í Reykjavík um nokkurra ára bil, en hélt síðan til Kaupmannahafnar og lagði fyrir sig úrsmíðar. Hann var fyrsti lærði úrsmiðurinn á Íslandi. Hlaut hann verðlaun fyrir klukkusmíð í Kaupmannahöfn árið 1888. Hann var sagður mikill hugvitsmaður og þó einkum um notkun rafmagns. Hann var hagsýnn og efnaðist vel. Kona hans var Asta Pálína Pálsdóttir og áttu þau eina dóttur, Ragnheiði.</blockquote> <p align="right">Skært lúðrar hljóma: Sag íslenskra lýðrasveita (1984), bls. 33</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Lúðurþeytarafélag Reykjavíkur Hljóðfæraleikari 1876-03-26

Hljóðfæraleikari og úrsmiður
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 19.10.2015