Brynjólfur Bjarnason -1656

Prestur, látinn 1656 eða 57. Lærði í Skálholti, fór utan 1602 og var um hríð í Hafnarháskóla. Var í þjónustu Odds Einarssonar, biskups, 1607 og fékk prestsvígslu 1610 og hefur e.t.v. þjónað í Skálholti til þess tíma er hann fékk Hjarðarholt 1617. Lét af preststarfa 1656 og andaðist um haustið. Hann var prófastur í Dalasýslu frá 1620 til dauðadags.

Aths. Í presta- og prófastatali Sveins Níelssonar er hann sagður prestur í Skálholti frá 1618. Þarna ber heimildum einfaldlega ekki saman

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 272.

Staðir

Hjarðarholtskirkja Prestur 1617-1656

Prestur og prófastur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 14.08.2014