Gunnhildur Einarsdóttir 29.02.1984-

<p>Gunnhildur hóf nám sitt í hörpuleik hjá Elísabetu Waage við Tónlistarskólann í Reykjavík. Þaðan hélt hún til Parísar og nam einn vetur við Conservatoire Superieur de region de Paris og annan vetur var hún við nám í London áður en hún hélt til Amsterdam. Hún lauk BA prófi Cum laude frá Tónlistarháskólanum í Amsterdam 2002 og Meistaraprófi vorið 2004 og var aðalkennari hennar Erika Waardenburg. Gunnhildur hefur sérhæft sig í flutningi nútímatónlistar og hefur unnið náið með mörgum tónskáldum, þar á meðal hinu virta tónskáldi japana Toshio Hosokawa. Gunnhildur er virkur meðlimur í mörgum kammerhópum, svo sem Tríó Artis, Skandinavíska tríóinu Norn og Kammersveitinni Ísafold, og hefur komið fram víða um heim. Í júlí lék tríóið Norn á opnunartónleikum Nútímatónlistarhátíðarinnar í Regello á Ítalíu. Þann 15. ágúst heldur Gunnhildur einleikstónleika á tónlistarhátíðinni Berjadagar í Ólafsfirði.</p> <p align="right">Sumartónleikar í Sigurjónssafni 10. ágúst 2004 – tónleikaskrá.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Ensemble Adapter Hörpuleikari 2004

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Hörpuleikari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 9.02.2016