Hjörtur Lárusson (Harry Larusson) 14.11.1874-25.11.1960

<p>Hljómlistarmaður í Winnipeg og í Minneapolis, Minnesota, Bandaríkjunum. Var í Ferjukoti, Borgarsókn, Mýrasýslu 1880. Fór þaðan til Vesturheims 1889. Ókvæntur og barnlaus.</p> <p align="right">Íslendingabók 16. júlí 2013.</p> <p>Hjörtur (Harry) Lárusson er fæddur 14. nóv. 1874. Borgarfirði syðra. Faðir hans var Lárus Guðmundsson, söðlasmiður, sem lengi bjó í Winnipeg og oft skrifaði í íslensku blöðin um ýms málefni. Hjörtur er hálfbróðir skáldkonunnar Laura Goodman Salverson og þeirra systkina, og er þeirra elstur. Sextán ára flutti hann vestur og settist að í Winnipeg, 1890. Hann fékk ungur tilsögn í orgelspili og lúðrablæstri. Er þess getið, að sumar eitt var hann í járnbrautavinnu og varð að æfa sig á hornið úti í skógarrjóðri, eftir kvöldhætti, svo hann raskaði ekki ró félaga sinna. Um tvítugt er hann farinn að leika á Cornet í flokki, sem hét "Evans Eoneert Band". Arið sem Victoria Breta drottning hélt hátíðlegt sextíu ára ríkisstjórnar afmæli (1897) stofnar Hjörtur hornleikaraflokk, með 19 leikendum, og voru 15 þeirra Íslendingar. íÍ tilefni af þessum tímamótum er flokkurinn nefndur "The Jubilee Band". Fyrstu samkomu halda þeir svo 9. nóv. 1898. Er Hjörtur þá orðinn svo vel að sér í tónfræði, að hann raddsetur lögin fyrir flokkinn, þegar nauðsyn krefur. IÍ kringum aldamótin flytur hann alfarinn frá Winnipeg til Bandaríkjanna og hefir átt heima í Minneapolis ávalt síðan. Hann hefir algjörlega helgað sig tónlistinni. Í mörg ár lék hann í "Minneapolis Symphony Orehestra", sem stendur í fremstu röð samskonar hljómsveita, hvar í heimi sem er. Ennfremur stýrði hann ýmist eða lék með bestu lúðurþeytaraflokkum bæjarins, og í nokkur ár æfði hann íslenskan kvennakór. Hann kendi einnig hljómlist lengi við "McPhail School of Music", en er nú sestur í helgan stein, og stillir hljóðfæri skólans í viðlögum. Hjörtur var þríkvæntur og á tvö hann stundaði nám við háskóla Minnesotaríkis.</p> <p>Hjörtur er nokkuð einstæður meðal íslenskra tónskálda, að því leyti að flest hans tónverk munu vera skrifuð fyrir hljóðfærafokka. Samt veit ég með vissu að hann hefir fengist eitthvað við sönglagagerð. Fyrir mörgum árum samdi hann lag við kvæði Jóns Ólafssonar "Já, vér elskum Ísafoldu" og hlaut verðlaun fyrir á Íslendingadegi hér í borg. Einnig er sunginn við vísu eftir hann sjálfan partur í "Zurrah Temple March", sem hann ritaði fyrir hóp blásturs hljóðfæra og píanó. Hjörtur vill sem minst úr þessum verkum sínum gera sjálfur, en úr annari átt hefi eg komist yfir nokkrar skemtiskrár, þar sem verk hans voru leikin. Er það eftirtektarvert, að á þessum skrám eru verk heimsfrægra tónskálda, svo sem Strauss, Griegs, Bizet, Sibeliuss og fleiri, og má af því nokkuð marka hvers kyns verk hans eru. Hér eru fáein lög, sem ég kann aðeins að nefna:</p> <ol> <li>Já, ver elskum Ísafoldu.</li> <li>Zuhrah Temple March.</li> <li>Harriet Intermezzo.</li> <li>Minnetonka Intermezzo.</li> <li>Aurora Waltz.</li> <li>War Dance.</li> </ol> <p>En þetta er að líkindum aðeins lítill hluti þeirra tónverka, sem hann hefir skrifað. Honum er mjög sýnt um raddskipun fyrir hljómsveitir, og er ekki nema bestu hljómfræðingum trúað fyrir þesskonar verki.</p> <p align="right"><a href="http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=5685832">Nokkur Vestur-Íslensk tónskáld.</a> Gísli Jónsson. Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga. 1. janúar 1950, bls. 77.</p>

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

1 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
1955 SÁM 87/1007 EF Segir frá sjálfum sér og ferðinni vestur, einnig frá tónlistarnámi sínu og hvernig hann stofnaði eig Hjörtur Lárusson 35638

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014