Einar Vilberg Hjartarson 26.04.1950-

<p>Einar Vilberg skaust fram á sjónarsviðið árið 1970 og þótti einn efnilegasti poppari landsins. Fyrstu lög Einars sem komu út voru að finna lítilli tveggja laga plötu með söngkonunni Janis Carol Walker. Það voru lögin Draumurinn og Íhugun en Hammond-spil Karls Sighvatssonar er mjög ráðandi í þeim lögum.</p> <p>Árið 1972 gaf Fálkinn út samstarfsverkefni þeirra Einars og Jónas R. Jónassonar en það var platan Jónas & Einar, betur þekkt sem Gypsy Queen. Hún þótti vönduð og eiga spretti, en varð ekki ýkja vinsæl. Félagarnir fóru þó til Japans og komu fram á sönghátíð Yamaha og gáfu út eina litla plötu þar í landi með lögunum Song Of Love og When I Look Att All Those Things.</p> <p>Svipað varð gengi fyrstu sólóplötu Einars, Starlight frá 1976; góðir dómar, en lítil sala. Á plötunni sá Spilverk þjóðanna um bakraddir og margir aðrir þungavigtarpopparar lögðu hönd á plóginn. Næst kom Einar með sólóplötuna Noise árið 1981 en lítið fór fyrir henni.</p> <p align="right">Tónlist.is (desember 2013).</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Lagahöfundur og söngvari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 20.12.2013