Gísli Þórarinsson 18.11.1758-13.06.1807

<p>Stúdent frá Hólaskóla 1779 og fór utan og tók heimspekipróf við Hafnarháskóla 1782 og embættispróf í guðfræði 1784. Fékk Odda 4. júní 1784 og hélt til dauðadags. Settur prófastur í Rangárþingi 30. nóvember 1792 og gegndi því til dauðadags. Andaðist snögglega í bæjardyrunum í Odda. Hann var allra manna feitastur, 32 fjórðungar en kona hans 33 fjórðungar. Lét eftir sig mikið fé enda kona hans auðug.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 81-2. </p> Samkvæmt Páli Vídalín hefur Gísli verið 139, 2 kíló og kona hans 143,6 kíló.

Staðir

Oddakirkja Prestur 04.06.1784-13.06.1807

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 6.02.2014